Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, verður áfram formaður næstu tvö árin. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Eflingar en listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs félagsins var samþykktur á fundi trúnaðarráðs 8. febrúar síðastliðinn.
Á heimasíðu segir að engin önnur framboð hafi borist en frestur til að skila öðrum lista rann út um hádegi í gær.
Ný stjórn tekur við á aðalfundi sem haldinn verður í vor samkvæmt lögum félagsins. Listi trúnaðarráðs og uppstillingarnefndar er eftirfarandi:
Formaður: Sólveig Anna Jónsdóttir
Gjaldkeri: Michael Bragi Whalley
Meðstjórnendur:
Guðbjörg María Jósepsdóttir
Innocentia Fiati Friðgeirsson
Kolbrún Valvesdóttir
Olga Leonsdóttir
Rögnvaldur Ómar Reynisson
Sæþór Benjamín Randalsson
Skoðunarmenn reikninga:
Aðalmenn:
Alexa Tracia Patrizi
Valtýr Björn Thors
Varamaður:
Bozena Bronislawa Raczkowska