Hæstiréttur hafnaði í gær að taka fyrir kærumál þrotabús Karls Wernerssonar á hendur Jóni Karlssyni.
Málið snýst um kröfu þrotabúsins um riftun á kaupum Jóns Karlssonar, syni Karls Wernerssonar, á hlutabréfum í Toska. Taldi rétturinn ekki heimild fyrir slíkri kæru í lögum. Áður hafði héraðsdómur vísa kröfunni frá og Landsréttur staðfest þá niðurstöðu í kæru til réttarins.
Gerði þrotabúið kröfu fyrir héraðsdómi að viðskiptunum um sölu hlutabréfa frá Karli til sonar hans yrði rift og það fengi afhent öll hlutabréf í einkahlutafélaginu Toska, sem á meðal annars í gegnum Faxa ehf. nær allt hlutafé í Lyfjum og heilsu.
Það hefði þýtt að þrotabúið hefði aðeins þurft að endurgreiða um 1,1 milljón króna sem Jón greiddi fyrir bréfin árið 2014, auk vaxta. Þrotabúið heldur því fram að framsalið hafi átt sér stað árið 2016.
Héraðsdómur vísaði kröfunni um afhendingu bréfanna frá. Það staðfesti Landsréttur í úrskurði eftir kæru þrotabúsins þangað.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði