Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélag flugvallastarfsmanna sinna um bráðabirgðakjarasamninga.

Rúmlega 17 þúsund starfsmenn flugfélagsins, sem gegna hinum ýmsu störfum á flugvöllum víða um Bandaríkin, eru í verkalýðsfélaginu.

Flugvallastarfsmennirnir munu í kjölfar nýju samninganna þéna 36,72 dali á tímann, eða sem nemur tæplega 5 þúsund krónum. Þeir verða þar með launahærri en flugvallastarfsmenn samkeppnisaðilanna United Airlines og Delta Air Lines.