Helstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna hafa fallið um 1,8%-3,1% í dag eftir að nýjar hagtölur ýttu undir væntingar markaðarins um að Seðlabanki Bandaríkjanna þurfi að ráðast í frekari vaxtahækkanir til að ná niður verðbólgunni.

Hagvaxtartölur fyrir þriðja ársfjórðung voru færðar upp í dag. Hagvöxtur á tímabilinu mældist 3,2% samanborið við 2,9% við fyrra mat bandarísku hagstofunnar BEA. Þá var fjöldi umsókna um atvinnuleysisbætur í síðust viku undir væntingum.

Lækkanir á bandaríska markaðnum hafði áhrif á þróunina á evrópska hlutabréfamarkaðnum. Stoxx Europe 600 lækkaði um 1% og FTSE 100 féll um 0,4% en báðar vísitölurnar lækkuðu er leið á deginn.

Lækkun helstu hlutabréfavísitalna Bandaríkjanna það sem af er degi:

  • S&P 500: -2,2%
  • Nasdaq Composite: -3,1%
  • Dow Jones Industrial Average: -1,8%