Matsfyrirtækið Standard & Poors íhugar að lækka lánshæfismat orkufyrirtækisins Ørsted eftir að fyrirtækið afskrifaði 28 milljarða danskra króna, sem samsvarar 559 milljörðum íslenskra króna, á miðvikudaginn.
Ef lánshæfismatið lækkar gæti Ørsted, sem er stærsta orkufyrirtæki Danmerkur, verið í vanda statt en félagið er nú þegar nokkuð skuldsett. Hærri fjármagnskostnaður til framtíðar gæti hamlað getu fyrirtækisins til að gera langvarandi orkusamninga við birgja.
„Við höfum sett Ørsted á neikvæðan áhættulista,“ segir í tilkynningu S&P sem mun fylgjast náið með fyrirtækinu en Borsen greinir frá.
Afskriftir orkufyrirtækisins koma í kjölfarið af því að Ørsted stöðvaði framkvæmdir á vindmylluverkefni við strendur New Jersey ríkis í Bandaríkjunum.
Samkvæmt Reuters er Ørested stærsti vindmylluframleiðandi heims en vegna hárra vaxta og vandræða í aðfangakeðjunni varð félagið að segja skilið við framangreind verkefni Wind í Bandaríkjunum.
Reuters segir að tap félagsins vegna verkefnanna tveggja sé í kringum 39,4 milljarðar danskra króna sem samsvarar rúmlega 788 milljörðum íslenskra króna.
Hlutabréf Ørsted tóku dýfu á miðvikudaginn og fóru niður um 22%. Dagslokagengið var 260 danskar krónur sem er það lægsta í meira en sex ár. Gengið hefur tekið aðeins við sér í dag og hækkað um 5% og stendur þegar þetta er skrifað í 288 dönskum krónum.
Landsvirkjun er í dag með sama lánshæfismat hjá S&P og sænska orkufélagið Vattenfall og Ørsted en öll þrjú félögin eftir að S&P hækkaði lánshæfismat Landsvirkjunnar í júlímánuði.
Landsvirkjun einum flokki ofar en Fortum frá Finnlandi en einum flokki fyrir neðan norsku orkufyrirtækin sem eru í A flokki.