Streymisveitan Netflix mun birta árshlutauppgjör annars árshluta eftir lokun markaða vestanhafs í kvöld.
Fjárfestar munu fylgjast náið með áskrifendafjölda streymisrisans en í fyrra var greint frá því að Netflix tapaði áskrifendum tvo ársfjórðunga í röð og tók hlutabréf félagsins vænlegt högg.
Í maí ákvað Netflix að ráðast í aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari brottföll. Netflix byrjaði á að koma í veg fyrir að notendur gætu deilt áskrift með því að deila lykilorði.
Nú síðasta miðvikudag var ákveðið að loka fyrir ódýrustu áskriftarleiðina.
234,6 milljónir áskrifenda á heimsvísu
Samkvæmt greiningaraðilum FactSet má búast við því að tekjur Netflix á tímabilinu verði um 8,29 milljarðar Bandaríkjadala.
Á fyrsta ársfjórðungi greindi Netflix frá því að áskrifendur á heimsvísu væru 232,5 milljónir og er búist við því að þeir verði um 234,6 á öðrum ársfjórðungi sem hækkun um 1,8 milljón áskrifenda.