Streymis­veitan Net­flix mun birta árs­hluta­upp­gjör annars árs­hluta eftir lokun markaða vestan­hafs í kvöld.

Fjár­festar munu fylgjast náið með á­skrif­enda­fjölda streymis­risans en í fyrra var greint frá því að Net­flix tapaði á­skrif­endum tvo árs­fjórðunga í röð og tók hluta­bréf fé­lagsins væn­legt högg.

Í maí á­kvað Net­flix að ráðast í að­gerðir til að koma í veg fyrir frekari brott­föll. Net­flix byrjaði á að koma í veg fyrir að not­endur gætu deilt á­skrift með því að deila lykil­orði.

Nú síðasta mið­viku­dag var á­kveðið að loka fyrir ó­dýrustu á­skriftar­leiðina.

234,6 milljónir áskrifenda á heimsvísu

Sam­kvæmt greiningar­aðilum Fact­Set má búast við því að tekjur Net­flix á tíma­bilinu verði um 8,29 milljarðar Banda­ríkja­dala.

Á fyrsta árs­fjórðungi greindi Net­flix frá því að á­skrif­endur á heims­vísu væru 232,5 milljónir og er búist við því að þeir verði um 234,6 á öðrum árs­fjórðungi sem hækkun um 1,8 milljón á­skrif­enda.