Greiningardeildir Goldman Sachs, Bank of America og Barclays spá því að sterlingspundið muni halda áfram að styrkjast gagnvart Bandaríkjadal.
Pundið hefur styrkt sig um rúm 6% gagnvart dal á síðustu sex mánuðum en fleytinn efnahagur Bretlandseyja og vaxtalækkanir Englandsbanka hafa þar áhrif.
Sterlingspundið hefur farið úr 1,26 dölum í tæplega 1,34 dali á síðustu sex mánuðum en Barclays og Bank of America spá því að pundið verði í um 1,35 fyrir árslok.
Goldman Sachs telur að pundið muni styrkjast verulega næsta árið og standi í 1,4 dölum eftir um 12 mánuði.
Sterlingspundið hefur á síðustu sex mánuðum hækkað um 4% gagnvart evru og rúm 3% gagnvart íslensku krónunni.
Á tímabilinu hefur eitt pund farið úr 175 krónum í tæplega 181 krónu.