Greiningar­deildir Gold­man Sachs, Bank of America og Barcla­ys spá því að sterlings­pundið muni halda á­fram að styrkjast gagn­vart Banda­ríkja­dal.

Pundið hefur styrkt sig um rúm 6% gagn­vart dal á síðustu sex mánuðum en fleytinn efna­hagur Bret­lands­eyja og vaxta­lækkanir Eng­lands­banka hafa þar á­hrif.

Sterlings­pundið hefur farið úr 1,26 dölum í tæp­lega 1,34 dali á síðustu sex mánuðum en Barcla­ys og Bank of America spá því að pundið verði í um 1,35 fyrir árs­lok.

Gold­man Sachs telur að pundið muni styrkjast veru­lega næsta árið og standi í 1,4 dölum eftir um 12 mánuði.

Sterlings­pundið hefur á síðustu sex mánuðum hækkað um 4% gagn­vart evru og rúm 3% gagn­vart ís­lensku krónunni.

Á tíma­bilinu hefur eitt pund farið úr 175 krónum í tæp­lega 181 krónu.