Hægjast mun veru­lega á vexti olíu­eftir­spurnar á heims­vísu, sam­kvæmt nýjustu spá Alþjóð­legu orkumála­stofnunarinnar (IEA), sem telur tolla­stefnu Donalds Trump Bandaríkja­for­seta hafa raskað væntingum um áfram­haldandi efna­hags­vöxt og þar með orku­notkun.

Stofnunin hefur lækkað spá sína um vöxt í eftir­spurn um þriðjung, úr 1,03 milljónum tunna á dag niður í 730 þúsund tunnur. Jafn­framt segir hún lík­legt að frekari lækkanir verði gerðar ef tolla­stefna for­setans þróast í átt að auknum við­skipta­hindrunum.

Þrátt fyrir að olía, gas og unnið jarðefna­elds­neyti hafi fengið undanþágu frá tollum Bandaríkja­stjórnar hafa að­gerðirnar haft víðtæk áhrif á markaðinn. Áhyggjur af verðbólgu, sam­drætti og víðtækum við­skipta­deilum hafa dregið olíu­verð niður – og spilin í alþjóða­hag­kerfinu eru enn óráðnar.

„Staðan er viðkvæm og veru­leg áhætta er til staðar,“ segir IEA í skýrslu sinni.

Verð á Brent-hráolíu, sem er alþjóð­legt viðmiðunar­verð, féll í síðustu viku niður fyrir 60 dali á tunnu í fyrsta sinn síðan 2021.

Þetta gerðist áður en Trump til­kynnti að hluta nýrra tolla yrði frestað í 90 daga á meðan viðræður stæðu yfir. Í kjölfarið hækkaði olíu­verð aftur og stendur í 65 dölum þegar þetta er skrifað.

Þrátt fyrir tíma­bundinn stöðug­leika segir IEA að neikvæð áhrif tollanna á efna­hags­lífið séu það mikil að þau dragi úr eftir­spurn eftir orku. Stofnunin hefur því einnig lækkað for­sendur sínar um hag­vöxt, sem liggja til grund­vallar orku­notkunar­spám.

„Lægri olíu­verð draga að hluta úr áhrifum, en veikara hag­kerfi vegur þyngra,“ segir í skýrslunni.

Í skýrslunni segir að ákvörðun átta aðildarríkja Opec+, undir for­ystu Sádi-Arabíu, um að auka fram­leiðslu olíu um 411 þúsund tunnur á dag frá og með næsta mánuði hafi einnig þrýst á verð.

Hins vegar bendir IEA á að áhrifin verði lík­lega minni en tölurnar gefa til kynna, þar sem mörg aðildarríki, þar á meðal Kasakstan, Sam­einuðu arabísku fursta­dæmin og Írak, séu nú þegar að fram­leiða um­fram kvóta.

Í fyrstu spá sinni fyrir árið 2026 gerir stofnunin ráð fyrir að ár­legur vöxtur í eftir­spurn verði enn minni og fari niður í 690 þúsund tunnur á dag.

Þar vega áhrif lakari efna­hags­legra horfa þyngra en stuðningur frá lægra verði.