Sam­kvæmt gagnagreiningu Evalute Pharma verða fjögur af tíu sölu­hæstu lyfjum ársins tengd með­ferðum við of­fitu.

Gagna­fyrir­tækið gerir jafn­framt ráð fyrir að alþjóð­legi líftækni­lyfja­markaðurinn muni vera í bata­ferli allt árið eftir dræma sölu í fyrra en The Guar­dian greinir frá.

Sam­kvæmt fyrir­tækinu er gert ráð fyrir að um 70 ný lyf fái markaðs­leyfi í ár sem mun skila um 82 milljarða dala tekju­aukningu fyrir lyfja­geirann í heild.

Þessi vöxtur er aðal­lega knúinn áfram af framþróun í of­fitu­lyfjum og krabba­meins­með­ferðum, en einnig eru nýjar með­ferðir við slím­seigju­sjúk­dómum og ónæmis­með­ferðir væntan­legar.

Í krabba­meins­með­ferðum mun Keytruda-lyfið frá Merck, sem notað er til að meðhöndla ýmiss konar krabba­mein, verða mest selda krabba­meins­lyfið í ár. Evalu­ate Pharma spáir að salan fari yfir 30 milljarða dala í ár.

Hins vegar mun incretin-flokkurinn leiða markaðinn í ár (Incretins eru hor­món sem hjálpa til við að stjórna blóð­sykurs­magni og eru losuð eftir máltíðir).

Af þeim tíu lyfjum sem spáð er að verði sölu­hæst árið 2025 eru fjögur GLP-1-lyf. Semagluti­de frá Novo Nor­disk, sem selt er sem Ozempic og Wegovy, og tirzepati­de frá Eli Lilly, sem selt er sem Moun­jaro og Zep­bound, eru á góðri leið með að skila yfir 70 milljörðum dala í saman­lagða sölu árið 2025.

„Á síðasta ári varð ljóst að GLP-1 lyf eru einn áhrifa­mesti lyfja­mekan­ismi sem nokkurn tíma hefur verið upp­göt­vaður, bæði fyrir sjúklinga og markaði. Incretin-geirinn á þessu ári mun ein­kennast af aukinni samninga­gerð, og lyfja­geirinn hefur ekki efni á að missa af því sem lík­lega er áhrifa­mesti lyfja­mekan­isminn til þessa,“ segir Daniel Chancell­or, vara­for­seti Nor­stella, móðurfélags Evalu­ate.

Þá er því einnig spáð að hluta­fjárút­boð og frum­skráningar muni einkanna lyfja­markaðinn í ár en flest lyfja­fyrir­tæki muni fara á markað í Bandaríkjunum þar sem evrópska markaðinn skortir sér­hæfða fjár­festa, sam­kvæmt skýrslunni.

Einka­fjár­festar eru fremur bjartsýnir fyrir árinu og verður áherslan á mótefna­lyf, geisla­lyf, ónæmis­lyf og bólgu­lyf, ásamt GLP-1-lyfjum.

Þó að áform nýrrar ríkis­stjórnar í Bandaríkjunum séu óljós, er lík­legt að það verði fleiri sam­runar og yfir­tökur á árinu þar sem stjórnir stórra lyfja­fyrir­tækja eru undir þrýstingi til að tryggja langtíma­vöxt.

„Þessi iðnaður hefur tekið sinn tíma í að jafna sig eftir botn­far heims­far­aldursins síðustu árin. En með aukinni samninga­gerð, betra að­gengi að fjár­magni og áfram­haldandi sprengingu í vexti á sviði GLP-1-lyfja og annarra lykils­viða eru horfurnar bjartar fyrir árið 2025,“ segir Chancell­or.