Sam­kvæmt mann­fjölda­spá Hag­stofunnar verða íbúar á Ís­landi 500 þúsund innan 15 ára og 605 þúsund árið 2074.

Hlut­fall íbúa á vinnu­aldri (16 til 74 ára) mun lækka úr 74% árið 2024 í 70% árið 2074 sam­kvæmt mið­gildi spárinnar. Eftir 2052 verður elsti aldurs­hópurinn (eldri en 65 ára) fjöl­mennari en sá yngsti (yngri en 20 ára) sam­kvæmt mið­gildi spárinnar.

Miðaldur Ís­lendinga var 36 ár árið 2024 en Hag­stofan gerir ráð fyrir að hann verði 50 ár árið 2074.

Mann­fjölda­spáin gerir ráð fyrir að frjó­semis­hlut­fall verði 1,4 barn á hverja konu (13-55 ára) árið 2074 sam­kvæmt mið­gildi spárinnar eða á bilinu 1,3 til 1,5 börn með 90% líkum.

Til saman­burðar var meðal­frjó­semis­hlut­fall innan Evrópu­sam­bandsins 1,4 börn á hverja konu árið 2022.

Sam­kvæmt mið­gildi spárinnar aukast lífslíkur kvenna við fæðingu og verða 89 ár árið 2074, saman­borið við 84 ár árið 2023, og lífslíkur karla hækka úr 81 ári í 84 ár, þ.e. aukast um 0,1 ár fyrir hvert ár spárinnar.

Fjöldi aðfluttra verður meiri en fjöldi brott­fluttra allt tíma­bilið, fyrst og fremst vegna bú­ferla­flutninga er­lendra ríkis­borgara.

„Öldrun þjóðarinnar stafar af minnkandi frjó­semi og auknum lífslíkum. Þessi þróun er þó hægari á Ís­landi en í ríkjum ESB vegna ungs aldurs er­lendra ríkis­borgara sem flytjast til landsins og hás frjó­semis­hlut­falls miðað við meðal­tal innan sam­bandsins. Til saman­burðar var miðaldur í ríkjum ESB 44 ár árið 2021 en gert er ráð fyrir að því gildi verði ekki náð á Ís­landi fyrr en árið 2050.“