Andrew Baily, seðlabankastjóri Englands, segist í viðtali við The Times tilbúinn að lækka vexti í landinu enn frekar ef það hægist á vinnumarkaðnum. „Ég trúi því að leiðin framundan liggi niður á við,“ sagði Bailey um stýrivexti bankans.
Fjöldi lausra starfa í Bretlandi var að meðaltali 736 þúsund á tímabilinu mars til maí og hefur ekki verið lægri síðan í maí 2021.
Bankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í 4,25% í síðasta mánuði en hafði lækkað vexti tvisvar sinnum á þessu ári. Verðbólga mældist 3,4% í maí og gert er ráð fyrir að hún muni mælast enn hærri í næstu mælingu.
Bailey sagði að það væru merki um að vinnuveitendur væru að aðlaga starfsmannafjölda og vinnutíma ásamt því að bjóða minna launahækkanir í kjölfar ákvörðunar Rachel Reeves, fjármálaráðherra Bretlands, um að hækka tryggingagjöld (e. National Insurance contributions) úr 13,8% í 15%. Breska ríkið áætlar að sú ráðstöfun skili ríkissjóði 25 milljörðum punda á ári.
Næsta vaxtaákvörðun Englandsbanka er boðuð þann 7. ágúst næstkomandi. Margir hagfræðingar gera ráð fyrir vaxtalækkun. Þess má geta að breska hagkerfið dróst saman um 0,1% í maímánuði.