Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,68% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun ársverðbólga fara úr 9,3% í 9,6%. Hagfræðideildin gerir þó ráð fyrir að verðbólgan hjaðni í byrjun næsta árs og verði komin niður í 7,9% í mars.

Spá Landsbankans um aukna verðbólgu skýrist einkum af þremur undirliðum. Hagfræðideildin gerir ráð fyrir að reiknuð húsaleiga hækki um 0,6% á milli mánaða, kaupa á nýjum bílum hækki um 1,3% og flugfargjöld til útlanda hækki um 19,5%. Þessir þrír undirliðir skýra 0,57 prósentustig af þeirri 0,68% hækkun vísitölunnar í spá bankans.

Spá um að verðbólgan hjaðni niður í 7,9% á fyrsta ársfjórðungi 2023 byggir m.a. á að hækkun fasteignaverðs á næstu mánuðum verði hófstilltari á næstu mánuðum en í byrjun þessa árs.