Greiningar­deild Ís­lands­banka spáir því að ár­s­verðbólga muni aukast lítil­lega í janúar­mánuði eftir að hafa staðið óbreytt í desember.

Sam­kvæmt spá bankans verður þá verðbólga á árs­grund­velli komin inn fyrir efri vik­mörk verðbólgu­mark­miðs Seðla­bankans í mars.

„Við spáum því að vísi­tala neyslu­verðs (VNV) standi óbreytt milli mánaða í janúar. Gangi spá okkar eftir mun ár­s­verðbólga aukast lítil­lega og mælast 4,9%. Hækkanir opin­berra gjalda gera vart við sig eins og venjan er í janúar en útsölur og lægri flug­far­gjöld vega sterk­lega á móti,” segir í spá bankans.

Hag­stofan birtir vísitölu neyslu­verðs fyrir mánuðinn þann 30. janúar næst­komandi.

Sam­kvæmt spá Ís­lands­banka munu undir­liðir vísitölu neyslu­verðs, ferðir og flutningar, hækka um 0,5% í janúar og hafa 0,08% áhrif á VNV.

Hærra kol­efnis­gjald á elds­neyti veldur því að bensín- og olíur hækka um 3,4% í verði og hefur 0,11% áhrif á VNV.

„Flestir aðrir liðir sem flokkast til ferða og flutninga vega upp á við að flug­far­gjöldum undan­skildum. Þar má helst nefna reiðhjól en um áramótin féllu niður sér­sta VSK-ívilnanir sem sneru að kaupum raf­magns- og vetnis­bif­hjóla, léttra bif­hjóla og reiðhjóla sem knúin eru með raf­magni sem og hefðbundinna reiðhjóla og raf­magns­hlaupa­hjóla. Þessi að­gerð hefur sam­kvæmt okkar mælingum 0,09% áhrif til hækkunar VNV í mánuðinum.”

Minni hækkun á mat- og drykkjarvörum

Ár­viss lækkun flug­far­gjalda í janúar hefur áhrif til lækkunar en sam­kvæmt spá bankans munu flug­far­gjöld lækka um 9,9% (-0,2% áhrif á VNV) eftir hækkun upp á 7,92% (0,15% áhrif á VNV) í desember.

„Útsölur eftir jólin setja jafnan mark sitt á janúar­mælingu VNV. Föt og skór lækka um 10,3% í verði (-0,39% áhrif á VNV) í mánuðinum sam­kvæmt okkar spá. Verð á fötum og skóm hefur þar með mest áhrif til lækkunar VNV að þessu sinni sam­kvæmt spánni. Næst mest áhrif hafa verðlækkanir hús­gagna og heimilis­búnaðar en við spáum því að þau lækki um 4,6% í verði (-0,26% áhrif á VNV).”

Þá er gert ráð fyrir 0,3% hækkun á matar- og drykkjar­vörum.

„Er það nokkru minni hækkun en margir áttu von á í byrjun árs miðað við ný­lega fjölmiðlaum­fjöllun um verðhækkanir í vændum. Hér spilar sterkari króna stórt hlut­verk að okkar mati en við teljum styrkingu krónu á lokaþriðjungi síðasta árs hafa vegið að hluta á móti verðhækkunum að­fanga og inn­lendum kostnaðar­hækkunum.”