Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans spá því að verðbólgan hjaðni lítillega á milli febrúar og mars. Verðbólga mældist jókst óvænt úr 9,9% í 10,2% á milli janúar og febrúar. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir marsmánuð þann 28. mars næstkomandi.

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,7% á milli mánaða sem felur í sér að verðbólgan verði áfram í tveggja stafa tölu eða í 10,0%. „Helsta skýringin á mánaðarhækkuninni eru verðhækkanir á matvörum og flugfargjöldum.”

Íslandsbanki spáir því jafnframt að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar og að verðbólgan muni hjaðna á næstu mánuðum „þó hægar en við áður töldum”.

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðshækki um 0,61% á milli mánaða. Gangi það eftir mun ársverðbólga mælast 9,8%.

„Spá okkar til næstu mánaða gerir ráð fyrir að verðbólga lækki, þótt það gerist hægt, og mælist enn yfir 8% þegar sumarið kemur.”

Báðar greiningardeildir gera ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka vexti um 0,75 prósentur í næstu viku.