Verðbólga í Bandaríkjunum fór hæst í 9,1% júní á síðasta ári og mældist 6,5% nú í desember. Samkvæmt könnun Wall Street Journal mun verðbólgan lækka hratt á næstu misserum. Könnunin er gerð á meðal hagfræðinga í viðskiptalífinu og fræðasamfélaginu.
Hagfræðingarnir spá því að verðbólgan verði komin niður í 3,6% í júní á þessu ári og 3,1% í árslok. Í samskonar könnun, sem gerð var í október, var því spáð að verðbólgan yrði 3,3% í árslok 2023. Hagfræðingarnir spá því nú að verðbólgan endi í 2,4% árið 2024, sem er sama niðurstaða og í könnuninni í október.
Samkvæmt könnuninni búast hagfræðingarnir að jafnaði við því að hagvöxtur muni aukast um 0,1% á fyrsta ársfjórðungi 2023. Búast þeir við 0,4% samdrætti á öðrum ársfjórðungi, óbreyttu ástandi á þeim þriðja og 0,6 aukningu á fjórða ársfjórðungi.
Stýrivextir Seðlabanka Bandaríkjanna eru nú 4.25-4.5% og hafa ekki verið hærri í 15 ár. Seðlabankinn hefur gefið til kynna að vextir verði ekki lækkaðir á árinu. Hagfræðingarnir eru því ósammála því um 51% þeirra telur að vaxtalækkunarferli hefjist á yfirstandandi ári.
Nánar er fjallað um máið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í gær. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.