Þrátt fyrir að bandarísk hluta­bréf séu á mikilli upp­leið og S&P 500-vísi­talan hafi slegið 15 ný met á þessu ári, fylgir þeirri þróun einnig hraður vöxtur í spá­kaup­mennsku og áhættusækinni hegðun fjár­festa.

Greiningar­deild Gold­man Sachs segir í nýrri skýrslu að þessi þróun geti bæði ýtt undir skammtímaávöxtun en jafn­framt aukið líkurnar á bak­slagi á næstu tveimur árum en MarketWatch greinir frá.

Að sögn greiningar­fyrir­tækisins Bronte Capi­tal eru svo­kölluð „rusl­bréf“ (hluta­bréf í fyrir­tækjum með neikvæða af­komu eða veik­leika í rekstri) farin að hækka hratt í verði.

Í ný­legri fjórðungs­greiningu þeirra segir orðrétt: „Rusl­bréf hafa hækkað á ótrú­legum hraða. Um­hverfið minnir á byrjun árs 2021, þegar fólk talaði í fullri al­vöru um svika­starf­semi sem eigna­flokk.“

Gold­man Sachs fylgist með þróun svo­nefndrar Speculati­ve Tra­ding Indi­cator (STI) sem mælir hlut­fall við­skipta með óhagnaðar­drifin félög, lág­verðbréf og fyrir­tæki með hátt hlut­fall fyrir­tækja­verðmætis miðað við veltu.

Sam­kvæmt nýjustu tölum hefur vísi­talan hækkað skarpt undan­farna mánuði, þótt hún sé enn undir há­markinu sem sást í janúar 2000 og febrúar 2020, tveimur tíma­bilum sem margir líta á sem klassísk dæmi um bólu­hegðun.

Auk þess hefur hlut­fall val­réttar­samninga með kauprétti af heildar­val­rétta­við­skiptum náð 61%, sem er hæsta hlut­fall frá árinu 2021.

Slík við­skipti eru al­mennt talin merki um mikla bjartsýni eða ágengar væntingar um áfram­haldandi hækkun markaða.

Annað merki um mikla áhættusækni er aukin út­gáfa svo­nefndra SPAC-félaga (special pur­pose acqu­isition companies).

Sam­kvæmt Gold­man Sachs námu út­gáfur þeirra 9 milljörðum dollara á öðrum árs­fjórðungi 2025, sem er mesta fjár­magn sem þau hafa sótt á einum árs­fjórðungi síðan í byrjun árs 2022.

Þá hafa frumút­boð nýrra félaga gefið um­tals­verða ávöxtun á fyrstu við­skipta­dögum, sem telst klassískt merki um í­skyggi­lega eftir­spurn – jafn­vel þegar undir­stöðu­at­riði rekstrar skortir.

Frá því að markaðurinn féll eftir tolla­til­kynningu Donalds Trump í apríl hafa fjár­festar einnig þurft að verja skort­stöður sínar með því að kaupa bréf. Um er að ræða svo­kallaða skort­stölu­pressu eða „short squ­eeze” sem er orðin al­gengari.

Hluta­bréfa­safn Gold­man Sachs yfir félög með háa skortsölu hefur hækkað um meira en 60% frá byrjun apríl, sem er aðeins í þriðja sinn í 25 ár sem slík hækkun hefur átt sér stað á þremur mánuðum. Sam­bæri­leg tíma­bil eru upp­gangurinn í kringum 2000 og GameStop-bólan 2021.

Þrátt fyrir jákvæð merki um stöðu markaðarinsme vara greiningaraðilar við því að þessi þróun geti endað með lægð.

Gold­man Sachs bendir á að á síðustu 35 árum hafi svipuð tíma­bil með mikilli spá­kaup­mennsku gjarnan skilað góðri ávöxtun á þriggja til tólf mánaða tíma­bili.

Aftur á móti hafi ávöxtun yfir 24 mánaða tíma­bil verið lakari í kjölfarið. „Þegar áhættusækni nær há­marki má oft sjá toppa sem marka enda­punkt fremur en upp­haf nýrra hækkana,“ segir í greiningunni.