Spari­sjóður Þin­g­eyinga skilaði 179 milljóna króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári, sam­kvæmt upp­lýsingum sem kynntar voru á aðal­fundi sjóðsins í lok apríl.

Í frétta­til­kynningu frá Spari­sjóðnum segir að rekstur sjóðsins hafi gengið vel á árinu og nam hagnaður fyrir skatta 226 milljónum króna.

Heildar­eignir spari­sjóðsins námu 14,7 milljörðum króna um síðustu áramót og höfðu vaxið um 1.553 milljónir milli ára. Inn­lán við­skipta­vina voru á sama tíma um 12,8 milljarðar króna, eigið fé nam 1,5 milljörðum, og lausa­fjár­staða er sögð sterk.

Nafninu breytt til að endur­spegla víðara starfs­svæði

Á fundinum var samþykkt að breyta nafni sjóðsins úr „Spari­sjóði Suður-Þin­g­eyinga“ í „Spari­sjóð Þin­g­eyinga“, þar sem nýja nafnið þótti betur endur­spegla núverandi starfs­svæði hans.

Í nýkjörinni stjórn spari­sjóðsins sitja Bergþór Bjarna­son, Dag­björt Jóns­dóttir, Eiríkur H. Hauks­son, Margrét Hólm Vals­dóttir og Sigríður Jóhannes­dóttir. Vara­menn eru Elísa­bet Gunnars­dóttir og Pétur B. Árna­son.

Styrkir til heil­brigðis- og vel­ferðar­mála

Einnig var til­kynnt á fundinum að Spari­sjóður Þin­g­eyinga veiti tvo sam­félags­lega styrki að upp­hæð 4 milljónir króna hvor. Annars vegar mun Vel­ferðar­sjóður Þin­g­eyinga hljóta styrkinn og hins vegar verða heilsugæslu­stöðvar Heil­brigðis­stofnunar Norður­lands (HSN) styrktar til kaupa á tækja­búnaði.

Með þessu undir­strikar Spari­sjóður Þin­g­eyinga áfram­haldandi sam­félags­lega ábyrgð sína og þátt­töku í upp­byggingu heil­brigðis- og vel­ferðarþjónustu í heima­byggð.