Heildarávöxtun heimilanna af fjárfestingareignum sínum í fyrra nam 1.820 milljörðum króna eða um 15,9% arðsemi af 13.072 milljarða króna eigin fé í upphafi árs. Þar af voru fjármagnstekjur 11,4% og hefur það hlutfall ekki verið lægra frá því heildarávöxtun var neikvæð árið 2010.
Þetta má lesa út úr tölum Hagstofunnar og lífeyrissjóðanna með því að leggja stærstu fjárfestingareignaflokka heimilanna, eigið fé í fasteign og lífeyrissparnað, við skattskyldar fjármagnstekjur.
Eignamesta tíundin fékk ríflega 80% skattskyldra fjármagnstekna og 37% eignamyndunar í fasteignum, eða alls rétt ríflega helming þeirra 847 milljarða króna sem þessir tveir liðir skiluðu samanlagt.
Heildarávöxtun heimilanna af fjárfestingareignum sínum í fyrra nam 1.820 milljörðum króna eða um 15,9% arðsemi af 13.072 milljarða króna eigin fé í upphafi árs. Þar af voru fjármagnstekjur 11,4% og hefur það hlutfall ekki verið lægra frá því heildarávöxtun var neikvæð árið 2010.
Þetta má lesa út úr tölum Hagstofunnar og lífeyrissjóðanna með því að leggja stærstu fjárfestingareignaflokka heimilanna, eigið fé í fasteign og lífeyrissparnað, við skattskyldar fjármagnstekjur.
Eignamesta tíundin fékk ríflega 80% skattskyldra fjármagnstekna og 37% eignamyndunar í fasteignum, eða alls rétt ríflega helming þeirra 847 milljarða króna sem þessir tveir liðir skiluðu samanlagt.
Jafnari skipting eignamyndunar í fasteignum
Allar neðri tekjutíundir samanlagðar höfðu aðeins rétt um 40 milljarða króna í skattskyldar fjármagnstekjur eða tæpan fjórðung heildarupphæðar ársins. Skiptingin var þó nokkru jafnari þegar kemur að eignamyndun í fasteignum, þar sem sá hópur jók hreina eign sína um 269 milljarða króna sem gerir um 63% af heildinni fyrir þann lið.
Þá skal tekið fram að tölur fyrir eigið fé í fasteignum miðast við fasteignamat, og má því gera fastlega ráð fyrir að raunhækkun sé nokkru hærri þar sem fasteignamat hvers árs er ákvarðað og gefið út hálfu ári áður en viðkomandi ár hefst.
Til viðbótar ávöxtuðu lífeyrissjóðirnir lífeyri landsmanna um rétt tæpa 1.000 milljarða króna í fyrra, en upplýsingar um skiptingu þeirra réttinda og ávöxtunar niður á eignatíundir eru ekki aðgengilegar.
Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.