Ferdinand Marcos Jr. forseti Filippseyja hefur ákveðið að loka stóru spilavíti á netinu þar sem starfsemin hefur verið tengd við fjölda glæpahópa.
Starfsemin kallast Pogos (e. Philippine Offshore Gaming Operators) og er mjög vinsæl meðal Kínverja, þar sem fjárhættuspil eru ólögleg.
Ferdinand Marcos Jr. forseti Filippseyja hefur ákveðið að loka stóru spilavíti á netinu þar sem starfsemin hefur verið tengd við fjölda glæpahópa.
Starfsemin kallast Pogos (e. Philippine Offshore Gaming Operators) og er mjög vinsæl meðal Kínverja, þar sem fjárhættuspil eru ólögleg.
Síðan virðist þó í auknum mæli vera notuð sem skjól fyrir ólöglega starfsemi eins og símasvindl og mansal. Hún varð þá sérstaklega vinsæl undir forvera Marcos, Rodrigo Duterte, sem vildi auka samskipti við Kína á kjörtímabili sínu.
„Undir fölsku flaggi lögmætra aðila hefur starfsemi þeirra farið inn á ólögleg svæði sem eru fjær leikjaspilun eins og fjársvik, peningaþvætti, vændi, mansal, mannrán, hrottalegar pyntingar og jafnvel morð,“ sagði Marcos í árlegu ávarpi sínu til þingsins á mánudaginn.
Pogos, sem verður lagt niður fyrir lok árs, er með 40 þúsund manns í vinnu og þénar rúmlega 2,9 milljarða dali á hverju ári.