Stjórnendur kvöldspjallþátta voru meðal þeirra sem fögnuðu ákaft í síðustu viku þegar handritshöfundar samþykktu að mæta aftur til vinnu eftir að hafa verið í verkfalli í fimm mánuði.
John Oliver reið á vaðið með nýjum þætti á sunnudagskvöld en hann gagnrýndi kvikmyndaverin og framleiðslufyrirtækin harðlega fyrir að leyfa verkfallinu að standa yfir jafn lengi og það gerði.
Stephen Colbert, Jimmy Kimmel, Seth Meyers og Jimmy Fallon mættu síðan endurnærðir á mánudagskvöld og gerðu verkfallið sömuleiðis að umræðuefni en þáttastjórnendurnir fimm gáfu út hlaðvarpsþáttinn Strike Force Five á meðan verkfallinu stóð.
Leikarar í Hollywood eru þó enn í verkfalli og því gæti reynst erfitt að fá gesti í þættina á næstu misserum þar sem skorður eru settar á hvaða efni þeir mega kynna.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í gærmorgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.