Stofnendur sprotafyrirtækja í Kísildalnum leita nú nýrra leiða til að fjármagna rekstur fyrirtækjanna.

Vísisjóðir hafa haldið að sér höndum undanfarið í ljósi þess að lítið hefur verið um frumútboð undanfarið.

Fjármagn í áhættusamari fjárfestingar hefur því farið þverrandi og keppast sprotafyrirtækin nú um að gera svokallaða skuldasamninga, svo sem brúarlán, breytanleg skuldabréf eða hlutdeildarskuldabréf, til að halda fyrirtækjunum í rekstri og koma í veg fyrir að verðmat þeirra lækki mikið.