Lyfjafyrirtækið Stada hefur ákveðið að bíða með skráningu í Þýskalandi samkvæmt WSJ. Félagið segir að nú sé ekki rétti tíminn fyrir frumútboð sökum óróa á mörkuðum í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforset tilkynnti um umfangsmikla tolla.
Fleiri fyrirtæki hafa frestað skráningum á markað, þar á meðal miðasölufyrirtækið StubHub og sænska fjármálatæknifyrirtækið Klarna.
Stada segist vera að meta alla mögulega valkosti með hluthöfum sínum, Bain Capital og Cinven, varðandi útboðið en segir að það fari allt eftir aðstæðum á fjármálamörkuðum. Hvorki Stada, Bain Capital né Cinven vildu tjá sig frekar um málið.
Lyfjafyrirtækið sagði í janúar að það væri að íhuga skráningu og að það myndi leitast við lagalega endurskipulagningu þar sem félagið var stofnað samkvæmt hollenskum lögum en er með höfuðstöðvar í Þýskalandi.
Stada framleiðir heilsuvörur, lyfjatæknihliðstæður og sérlyf en það framleiðir meðal annars kveflyfið Grippostad. Tekjur þess á síðasta ári námu þá tæplega fjórum milljörðum evra.