Hæstiréttur komst nýverið að þeirri niðurstöðu að endurskoðandinn Rögnvaldur Dofri Pétursson og BD30 ehf., áður endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið Ernst & Young ehf., þurfi að greiða þrotabúi Sameinaðs Sílikons rúmar 114 milljónir í skaðabætur auk auk skaðabóta- og dráttarvaxta, vegna sérfræðiskýrslu í tengslum við hlutafjárhækkun síðastnefnda félagsins í lok árs 2016.
Þrír aðrir dómar féllu sama dag sem lutu allir að aðkomu Rögnvaldar og Ernst & Young að málum Sameinaðs Sílkon en Rögnvaldur var sýknaður í tveimur þeirra og sýknaður „að svo stöddu“ í einu þeirra.
Hæstiréttur tók málin fyrir af þeim sökum að lagaleg óvissa ríkti um aðild þrotabús að skaðabótamálum vegna hlutafjáraukningar en einnig um ábyrgð endurskoðanda í tengslum við hlutafjáraukningar.
Hæstiréttur sló því föstu í öllum dómum að þrotabúið væri rétti aðilinn til að krefjast bóta ef það teljist tjón þrotabúsins að hlutafé sé ekki greitt með réttum hætti og að endurskoðandi bæri ábyrgð á að staðfesta hlutafjáraukningar. Rögnvaldur og E&Y voru þó bara talin hafa sýnt af sér saknæma háttsemi í einu tilviki.
Til eru margir dómar hérlendis sem staðfesta skaðabótaábyrgð endurskoðanda á öðrum atvikum líkt og ársreikningagerð en þessi dómur markar tímamót um að ábyrgð endurskoðanda nái nú til þess að staðfesta hlutafjárhækkanir.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði