Leiðandi hagvísar Analytica héldust óbreyttir í maí eftir að hafa lækkað markvisst mánuðína á undan. Þetta bendir til þess að mælingar Analytica sýni að hægari vöxtur eða jafnvel samdráttur sé að festa sig í sessi í hagkerfinu.

Samvæmt mælingu Analytica þá lækkuðu þrír af sex undirliðum hagvísanna milli mánaða. Raunsamdráttur debetkortaveltu í verslun innalands hefur mest að segja sem og minni fjölgun ferðamanna og samdráttur vöruinnflutnings.

Leiðandi hagvísar Analytica héldust óbreyttir í maí eftir að hafa lækkað markvisst mánuðína á undan. Þetta bendir til þess að mælingar Analytica sýni að hægari vöxtur eða jafnvel samdráttur sé að festa sig í sessi í hagkerfinu.

Samvæmt mælingu Analytica þá lækkuðu þrír af sex undirliðum hagvísanna milli mánaða. Raunsamdráttur debetkortaveltu í verslun innalands hefur mest að segja sem og minni fjölgun ferðamanna og samdráttur vöruinnflutnings.

Umtalsverð óvissa er áfram tengd þróun alþjóðastjórnmála og í efnahagsmálum á alþjóðavettvangi.

Hagvísar Analytica hafa gegnum tíðina gefið ágætar vísbendingar um vendipunkta í efnahagsþróuninni. Það vekur athygli að vísbendingarnar sem felast í hagvísunum stangast á við þann mikla slagkraft sem er á fasteignamarkaði samkvæmt mælingum Hagstofunnar og sagt var frá í gær. Hér má lesa nánar um mælingu Analytica.