Fram að Alþingiskosningum þann 29. október næstkomandi mun Viðskiptablaðið vega og meta ummæli sem frambjóðendur flokkanna láta falla á opinberum vettvangi. Ummælin verða sannreynd og niðurstaðan birt. Þessi liður mun birtast á vefsíðu Viðskiptablaðsins og bera yfirskriftina Staðreyndavogin.
Ummæli stjórnmálamanna verða birt orðrétt og mat lagt á það hvort þau standist nánari skoðun, miðað við þær staðreyndir sem fyrir liggja.
Sérstök áhersla verður lögð á þau ummæli sem varða atvinnulífið og efnahagsmál.
Ekki verður stuðst við sérstakan einkunnaskala þegar lagt er mat á það hvort og þá hversu mikið viðkomandi ummæli stangast á við staðreyndir málsins, heldur verður það lagt í dóm lesenda.