Kosningaþáttur RÚV um heilbrigðis- og velferðarmál þann 27. september 2016:
Þáttastjórnandi segir:
„Hér á landi er kostnaðarþátttaka með því mesta sem gerist á Norðurlöndunum“
Rósa Björk Brynjólfsdóttir 1. Sæti VG í Suðvesturkjördæmi segir:
„Hún [kostnaðarþátttakan] er 18% á Íslandi en 3% í Svíþjóð.“
Með þessu á hún líklega við kostnaðarþátttöku sem hlutfall af heldarframlagi til heilbrigðismála. Miðað við tölur Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá árinu 2014 er það ekki rétt.
Það er því vissulega rétt hjá Rósu að kostnaðarþátttaka sjúklinga á Íslandi er kringum 18%. En í Svíþjóð er hún hins vegar 14% en ekki 3%.
Heimildir: WHO
Fram að Alþingiskosningum þann 29. október næstkomandi mun Viðskiptablaðið vega og meta ummæli sem frambjóðendur flokkanna láta falla á opinberum vettvangi. Ummælin verða sannreynd og niðurstaðan birt. Þessi liður mun birtast á vefsíðu Viðskiptablaðsins og bera yfirskriftina Staðreyndavogin.