Bankastjóri Kviku banka, Marinó Örn Tryggvason, hefur skýra framtíðarsýn fyrir bankann og þá miklu fjártæknivegferð sem hann hefur lagt upp í með uppkaupum á fjártæknifélögum og stefnumótun um að gera það gott á þeim vettvangi í krafti stærðar ekki síður en tækni.
Fljótlegasta og einfaldasta leiðin til að öðlast þá stærð er með sameiningu við Íslandsbanka – með 2,5-falt hærra heildarmarkaðsvirði og litlu lægra margfeldi eigin fjár – sem væri að hans sögn eins konar hraðall fyrir fjártæknilausnir bankans, sem Marinó sér fyrir sér að yrðu áfram reknar sem sjálfstæðar einingar aðskildar frá og í samkeppni við lausnir Íslandsbanka ekki síður en aðra banka.
Miklir möguleikar á kostnaðarsamlegð
Marinó segist því sjá mikil tækifæri í því fyrir sameinað félag að leggja sérstaka áherslu á fjártæknina og að þróa hana áfram. „Það verður bara meiri fjárhagslegur styrkur til að þróa viðskiptalíkanið áfram.“
Nánar er rætt við Marinó í Viðskiptablaði vikunnar sem kemur út í fyrramálið.