Hlutabréf kínverska tefyrirtækisins Mixue hækkuðu um meira en 40% um 43% á fyrsta viðskiptadegi í kauphöllinni í Hong Kong í dag. Fyrirtækið safnaði um 444 milljónum dala í útboðinu og var þetta stærsta frumútboð ársins á þeim markaði.
Mixue er eflaust ekki þekkt vörumerki á Vesturlöndunum en í Kína er þessi veitingakeðja, sem sérhæfir sig í rjómaís og tei, með fleiri sölustaði en bæði McDonald‘s og Starbucks.
Fyrirtækið hefur staðið sig einstaklega vel á undanförnum misserum í Kína þar sem margir hafa verið að glíma við verðbólgu og erfiðar efnahagslegar aðstæður. Mixue selur til að mynda ís og aðra drykki á rúmlega sex kínversk júan, eða um 115 krónur.
Fullt nafn þess er Mixue Bingcheng (蜜雪冰城) og þýðir einfaldlega ísborg hunangs og snjós. Verslanir fyrirtækisins eru skreyttar með snjókonungslukkudýrinu sínu og er lagaþema Mixue spilað aftur og aftur í gegnum hátalara.
Samkvæmt fyrirtækinu er fyrirtækið með hátt í 45 þúsund sölustaði um Kína og í ellefu öðrum löndum, þar á meðal Singapúr og Taílandi. Það stefnir á áframhaldandi vöxt en til samanburðar eru McDonalds og Starbucks með 40.576 staði í Kína á milli sín.
Mixue var stofnað árið 1997 af Zhang Hongchao meðan hann var í hagfræðinámi við háskólann í Henan-héraði en hann stofnaði félagið til að geta hjálpað fjölskyldu sinni að þéna meiri pening.