Kínversk stjórnvöld hafa hótað því að koma í veg fyrir sölu á tveimur höfnum við Panamaskurðinn, sem eru nú í eigu CK Hutchison, ef Cosco, stærsta skipafélag Kína, fær ekki hlut í samningnum. Þetta kemur fram á vef WSJ.

CK Hutchison, kínversk samsteypa með aðsetur í Hong Kong, hefur verið í samningsviðræðum við BlackRock um sölu á höfnunum tveimur.

Verðmæti sölunnar er metið á næstum 23 milljarða dala og samþykkti samsteypan að selja hafnirnar í mars á þessu ári. Salan kom eftir margra vikna kvartanir frá Donald Trump sem sagði að skurðurinn væri undir stjórn Kínverja og að Bandaríkin ættu að endurheimta stjórn á siglingaleiðinni.

Samkvæmt heimildum WSJ eru allir viðeigandi aðilar opnir fyrir aðkomu Cosco en ólíklegt er að samkomulag náist fyrir lok sölufrestsins, sem er 27. júlí nk.

Það þykir mjög líklegt að samningurinn, sem myndi gefa kínversku ríkisreknu fyrirtæki aðgang að Panamaskurðinum, myndi ekki sitja vel hjá Donald Trump sem hefur jafnframt hótað því að taka skurðinn af fyrra bragði.