Fjölmörg tryggingarfélög koma að tjóninu vegna brunans í Kringlunni þrátt fyrir að áhrif brunans eru hvað mest á afmörkuðu svæði í Kringlunni sem spannar um tíu af um 150 rekstrareiningum í húsinu.

Verslunarkeðjan NTC sér fram á að þurfa að loka verslunum í nokkra mánuði en Svava Johansen, forstjóri og eigandi, segir tjónið það stærsta í sögu fyrirtækisins.

Af þeim tíu einingum sem urðu fyrir altjóni eru fjórar í eigu verslunarkeðjunnar NTC. NTC rekur verslanirnar Gallerí 17, Companys, GS skór, Smash, Kultur og Kultur menn.

Fjölmörg tryggingarfélög koma að tjóninu vegna brunans í Kringlunni þrátt fyrir að áhrif brunans eru hvað mest á afmörkuðu svæði í Kringlunni sem spannar um tíu af um 150 rekstrareiningum í húsinu.

Verslunarkeðjan NTC sér fram á að þurfa að loka verslunum í nokkra mánuði en Svava Johansen, forstjóri og eigandi, segir tjónið það stærsta í sögu fyrirtækisins.

Af þeim tíu einingum sem urðu fyrir altjóni eru fjórar í eigu verslunarkeðjunnar NTC. NTC rekur verslanirnar Gallerí 17, Companys, GS skór, Smash, Kultur og Kultur menn.

Svava segir að fyrirtækið vinni nú hörðum höndum, ásamt tryggingarfélaginu sínu Verði að meta tjón og bjarga verðmætum. „Við erum með sex verslanir í Kringlunni. Tvær urðu ekki fyrir neinu tjóni, þær eru vestan megin í húsinu en hinar fjórar eru í þessum austurvæng þar sem tíu verslanir urðu fyrir altjóni. Við erum því að lenda í svakalegu tjóni. Það er grátlegt að horfa á allar þessar fallegu vörur í reyk, vatni og drullu. Þetta er skelfilegt,“ segir Svava.

Hún reiknar með því að verslanirnar verði lokaðar í tvo til þrjá mánuði.

„Þannig að sumarið er farið hjá okkur,“ segir Svava. „En það má ekki gleyma því að við erum með þrjár af þessum fjórum verslunum einnig í Smáralind: Sautján, Kúltúr Menn og GS skór,“ segir Svava.

NTC er með rekstrarstöðvunartryggingu hjá Verði og er unnið að því að ná utan um tapið sem myndast með lokuninni.

„Það þarf að vinna að þessu og allir þurfa að vera sammála. En við höfum verið vel tryggð í fjörutíu ár, sem betur fer, en núna lentum við í stærsta tjóni sem við höfum lent í,“segir Svava.