Rúmlega 23.000 norskir verkamenn leggja niður störf í dag í einu víðtækasta verkfalli sem sést hefur í Noregi í tvo áratugi. Kjaraviðræður sem stýrðar eru af ríkissáttasemjara Noregs hafa ekki skilað tilvonuðum árangri en Samband norskra verkalýðsfélaga (LO) krefjast launahækkanir í samræmi við verðbólgu fyrir um 185.000 verkalýðsfélaga sína.
Verkfallið kemur til með að hafa áhrif á birgja norska olíuiðnaðarins eins og Aker Solutions ASA frekar en olíu- og gasframleiðsluiðnaðinn sjálfan. Aðrar starfsgreinar sem munu einnig finna fyrir áhrifum eru rafvirkjar, bílasölur, sælgætisframleiðendur og bruggarar.
Peggy Hessen Foelsvik, verkalýðsforingi LO, segir í yfirlýsingu frá félaginu að Samtök norskra atvinnurekanda (NHO) hafi hafnað kröfum verkalýðsfélaganna og með þeirri ákvörðun komið þessu verkfalli af stað.
NHO höfðu mælt gegn verkfallinu og sögðu að launahækkanir mættu ekki hækka það mikið að verðbólga myndi fara úr böndunum. „NHO hefur brugðist við með ábyrgum hætti en andstæðingar okkur neituðu að gefa eftir,“ segir Ole Erik Almlid, framkvæmdastjóri NHO.
Verkfallsaðgerðirnar í Noregi koma samhliða mikilli verðbólgu í landinu sem stendur nú í 6,5% og hefur ekki verið jafn há í þrjá áratugi.