Bain Capital undirbýr nú skráningu á Virgin Australia, næst stærsta flugfélagi Ástralíu. Þetta kemur fram í Financial Times í morgun.

Bain, sem er stærsti eigandi Icelandair í gegnum dótturfélag sitt, keypti rekstur Virgin fyrir tveimur árum þegar félagið var í greiðslustöðvun.

Virgin fór í greiðslustöðvun strax í apríl 2022 en það var meðal stærstu fyrirtækja Ástralíu til að lenda í vandræðum vegna Covid-19. Qantas, stærsta flugfélag Ástralíu, viðurkenndi í fyrra að það hafi verið nokkrum vikum frá gjaldþroti þegar tókst að bjarga fjárhag þess.

Markaðshlutdeild Virgin er um 30% í dag og hefur aukist um 20% frá því fyrir Covid-19.

Virgin Australia er stærsta fjárfesting Bain Capital í flugrekstri, en félagið á 95% hlut í Virgin.

Bain á einnig hlut í Trans Maldivian Airways og 17,2% hlut í Icelandair í gegnum félag sitt Blue Issuer Designated Activity. Að auki á Bain hluti í félögum sem leigja flugvélar til flugfélaga.