Líftæknifyrirtækið Amgen, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, tilkynnti í morgun um 28 milljarða dala yfirtöku á Horizon Therapeutics. Um er að ræða stærstu kaup í sögu Amgen en Sanofi og Johnson & Johnson höfðu einnig sýnt Horizon áhuga.
Kaupverðið samsvarar 116,5 dölum á hlut sem er nærri 50% yfir síðasta dagslokagengi Horizon áður en félagið tilkynnti að það ætti í viðræðum um sölu. Gengi hlutabréfa Horizon hefur hækkað um 15% í dag en bréf Amgen fallið um 1,6%.
Viðskiptin eru þau stærstu lyfjageiranum frá 39 milljarða dala kaupum AztraZeneca á Alexion í fyrra. Þá er 28,5 milljarða dala brúarlán Amgen, til að fjármagna kaupin á Horizon, meðal stærstu lánaskuldbindinga í tengslum við samruna eða yfirtöku á síðustu tveimur árum, samkvæmt Bloomberg.
Yfirtakan gefur Amgen aðgang að lyfjum gegn sjaldgæfum sjálfsofnæmis- bólgusjúkdómum. Tekjuhæsta lyf Horizon er Tepezza sem er notað við meðferð á skjaldkirtilssjúkdómi (e. thyroid eye disease).