Ný vefsíða þar sem hægt er að kaupa og selja notaðan fatnað fór í loftið nú í morgun. Vefsíðan heitir Visteyri og var stofnuð af þeim Vilborgu Ástu Árnadóttur, Elfu Rós Helgadóttur og Sigrúnu Dís Hauksdóttur.
Konurnar segja að hugmyndin að síðunni hafi sprottið upp þegar þær voru búsettar í Kaupmannahöfn og notuðust við svipuð markaðstorg til að selja gamlar flíkur og eins versla fræg vörumerki á lægra verði og á umhverfisvænni hátt.
,,Okkur hefur lengi fundist vanta vefsíðu eins og Visteyri á Íslandi. Markmiðið okkar var að opna stafrænt markaðstorg þar sem hægt væri að selja notaðar vörur á einfaldan hátt og versla eins og í hverri annarri netverslun,” segir Vilborg Ásta Árnadóttir, einn stofnenda Visteyri.
Vilborg segir að það notendur geti stofnað aðgang sér að kostnaðarlausu og byrjað síðan að versla og selja. Hægt er síðan að greiða með greiðslukorti eða aur ásamt því að að fá vörur sendar um allt land. „Þannig geta allir tekið þátt í hringrásarhagkerfi sem gengur út á að deila og endurnýta.“