Bandaríski rannsóknarháskólinn Johns Hopkins, sem rekur samnefnt sjúkrahús, hefur sett upp stafrænt kort sem sýnir dreifingu allra staðfestra tilvika af kórónaveirunni Covid-19 sem kennd hefur verið við upprunaborgina Wuhan í Kína.

Samkvæmt kortinu eru 93.455 staðfest tilfelli sýkingar í heiminum, langflest, eða 80.270 á meginlandi Kína, en þar eru jafnframt langflest dauðsföllin eða 2.871 af þeim 3.198 sem látist hafa af veirunni.

Jafnframt kemur þar fram að 50.743 hafa náð sér af veirunni, þar af langflestir eins og gefur að skilja í Hubei héraði á meginlandi Kína eða 38.556. Næst á eftir Kína kemur Suður Kórea með 5.621 smit, en þar á eftir kemur Ítalía með 2.502 og svo Íran með 2.336 smit.

Stafrænt kort Johns Hopkins háskólasjúkrahússins um útbreiðslu Covid-19 veirunnar frá Wuhan borg í Kína.
Stafrænt kort Johns Hopkins háskólasjúkrahússins um útbreiðslu Covid-19 veirunnar frá Wuhan borg í Kína.
© Aðsend mynd (AÐSEND)