Þann 1. júlí mun ný gjaldskrá Strætó taka gildi og mun stakt fargjald hækka um 3,6% og tímabilskort um 3,3%. Stakt fargjald fer þannig úr 550 krónum í 570 krónur og 30 daga nemakort og kort fyrir ungmenni og aldraða fer úr 4.500 krónum í 4.650 krónur.

Í tilkynningu segir að samkvæmt gjaldskrárstefnu Strætó er stefnt að endurskoðun gjaldskrár tvisvar á ári en gjaldskráin var síðast hækkuð 1. október 2022. Frá þeim tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,2% og Strætóvísitala um 3,5%. Stjórn Strætó samþykkti því hækkun á gjaldskrá á fundi stjórnar félagsins 19. maí sl.

Samkvæmt gjaldskrárstefnu Strætó er stefnt að endurskoðun gjaldskrár tvisvar á ári en gjaldskráin var síðast hækkuð 1. október 2022. Frá þeim tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 5,2% og Strætóvísitala um 3,5%. Stjórn Strætó samþykkti því hækkun á gjaldskrá á fundi stjórnar félagsins 19. maí sl.

Strætó segir markmiðið með gjaldskrárstefnunni vera að tryggja að gjaldskrá haldist í hendur við rekstrarkostnað Strætó og taki þannig gjaldskráin breytingum í takt við Strætóvísitölu hverju sinni.

Gjaldskrárbreyt­ing­arn­ar taka ekki til akst­ursþjón­ustu fyr­ir fatlað fólk en þar verða eng­ar breyt­ing­ar á gjald­skrá.

Samhliða gjaldskrárhækkun Strætó hefur Vegagerðin ákveðið að hækka einnig verð hjá sér. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hækkunin nemi 16,3% og fer stakt fargjald úr 490 krónur í 570 krónur.

Tímabilskort og nemakort verða þó óbreytt og hækka ekki að sinni. Sem dæmi fer ferð frá Reykjavík til Akureyrar úr 10.780 krónur í 12.540 krónur og ferð frá Reykjavík til Keflavíkur úr 1.960 krónur í 2.280 krónur.