Innflutningsfyrirtækið Metal ehf. hagnaðist um 148 milljónir króna í fyrra sem var rúm fjórðungsaukning milli ára og eiginfjárhlutfall jókst um 6,4 prósentustig í 27,9%.

Í skýrslu stjórnar segir að stálverð hafi hækkað framan af ári og tekjur þar með aukist, en síðan tekið að lækka á ný þegar leið á árið sem dró úr framlegð.

Þá hafi veiking krónunnar á seinni hluta ársins valdið félaginu gengistapi, enda sé það í eðli sínu afar næmt fyrir gengissveiflum.

Lykiltölur / Metal ehf.

- í milljónum króna 2022 2021
Tekjur 2.129 1.455
Eignir 705 554
Eigið fé 197 119
Hagnaður 148 118

Fréttin birtist fyrst í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins fimmtudaginn 2. mars.