Bandaríska kaffikeðjan Starbucks hefur hægt og rólega verið að hætta með ýmis tilboð og afslætti undir forystu Brian Niccol, nýjasta forstjóra fyrirtækisins.

Niccol tók við stöðunni í ágúst og hefur verið að víkja frá þeim afsláttum sem Starbucks hefur boðið upp á undanfarið ár.

Bandaríska kaffikeðjan Starbucks hefur hægt og rólega verið að hætta með ýmis tilboð og afslætti undir forystu Brian Niccol, nýjasta forstjóra fyrirtækisins.

Niccol tók við stöðunni í ágúst og hefur verið að víkja frá þeim afsláttum sem Starbucks hefur boðið upp á undanfarið ár.

Starbucks er ekki eina fyrirtækið sem hefur tekið þessa ákvörðun en margir veitingastaðir vestanhafs hafa hækkað verð sín til að standa undir hækkandi launa- og rekstrarkostnaði. Þess í stað hafa þeir boðið upp á ýmis tilboð til að laða til sín viðskiptavini sem hafa sleppt því að leyfa sér slíkar vörur í ljósi hækkandi verðbólgu.

Niccol segir að Starbucks ætti að leggja áherslu á að styrkja eiginleika fyrirtækisins, sem er að selja hágæða kaffi. Það hafði í mörg ár forðast það að bjóða upp á afslætti en tók upp á því að bjóða upp á tilboð í gegnum smáforrit sín í ljósi kvartana frá viðskiptavinum um hátt verðlag.

Starbucks mun þá sleppa því að bjóða upp á tilboð í kringum jólin og áætlar þess í stað að bjóða upp á árstíðabundna drykki með hátíðarbrag.