Starbucks í Kína hefur í fyrsta sinn ráðið framkvæmdastjóra vaxtar í von um að auka sölu í landinu. Bandaríska kaffikeðjan hefur verið að glíma við aukna samkeppni í Kína frá ódýrari kínverskum kaffihúsum.
Tony Yang, sem hefur setið í stjórn félagsins síðan í nóvember, var ráðinn í stöðuna og mun hann vinna náið með stjörnum og samfélagsmiðlum til að hvetja yngri Kínverja til að versla við Starbucks á ný.
Allar deildir innan Starbucks í Kína sem koma að markaðssetningu, vöruþróun og rannsóknar- og þróunarmálum munu öll heyra undir Yang. Hlutverk hans verður einnig að einbeita sér að nýsköpun á kaffivörum og að bæta upplifun viðskiptavina.
Starbucks í Kína var eitt sinn í mjög sterkri stöðu og var vinsælt meðal Kínverja sem leituðu í vestræn vörumerki. Á undanförnum árum hefur hins vegar dregið úr sölu vegna efnahagserfiðleika í landinu ásamt aukinni samkeppni frá innlendum aðilum.
Einn helsti keppinautur Starbucks, Luckin Coffe, seldi til að mynda meira en Starbucks á síðasta ári í fyrsta skipti.