Starbucks kaffihúsakeðjan mun opna dyr sínar á Íslandi innan tíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá malasíska félaginu Berjaya Food International sem hefur tryggt sér rekstrarleyfi til þess að opna og reka Starbucks kaffihús á Íslandi, Danmörku og Finnlandi.
Í tilkynningunni segir að lögð verði áhersla á að versla við fyrirtæki í þeim löndum sem kaffihúsin starfa og ráða heimamenn í vinnu.
Berjaya Food International er alþjóðlegi armur Berjaya Food Berhad sem rekur meðal annars fjögur hundruð Starbucks kaffihús í Malasíu og Brunei, og sjötíu Kenny Rogers Roasters útibú í Malasíu.
Starbucks kaffihúsakeðjan mun opna dyr sínar á Íslandi innan tíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá malasíska félaginu Berjaya Food International sem hefur tryggt sér rekstrarleyfi til þess að opna og reka Starbucks kaffihús á Íslandi, Danmörku og Finnlandi.
Í tilkynningunni segir að lögð verði áhersla á að versla við fyrirtæki í þeim löndum sem kaffihúsin starfa og ráða heimamenn í vinnu.
Berjaya Food International er alþjóðlegi armur Berjaya Food Berhad sem rekur meðal annars fjögur hundruð Starbucks kaffihús í Malasíu og Brunei, og sjötíu Kenny Rogers Roasters útibú í Malasíu.
Undir Berjaya samstæðunni starfa fjölmörg félög, þar á meðal Berjaya Land Berhad sem keypti Icelandair Hotels í tveimur lotum árin 2019-2021.
Stofnandi og stjórnarformaður Berjaya Group er Vincent Tan, sem er jafnframt eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff City.