Samkvæmt Hagstofu Íslands voru 231.500 einstaklingar starfandi á íslenskum vinnumarkaði í júní 2024. Af þeim voru 176.600 með ís­lenskan bak­grunn og tæplega 54.900 inn­flytj­endur.

Starfandi einstaklingum fjölgaði um rúmlega 3.700 á milli ára sem samsvarar 1,6% fjölgun. Fjöldi starfandi kvenna í júní var um 107.500 og fjöldi starfandi karla um 123.800.