Reykja­víkur­borg hefur á­kveðið að regn­bogi verður á­fram á Skóla­vörðu­stíg eftir að starfs­hópur um fram­tíðar­sýn regn­bogans kynnti til­lögur sínar fyrir um­hverfis- og skipu­lags­ráði.

„Borgar­stjórn á­kvað fyrst árið 2019 að regn­boginn yrði á­fram á Skóla­vörðu­stíg ef það hentaði eftir endur­hönnun götunnar sem leit dagsins ljós 2021. Þá var á­kveðið að skipa starfs­hóp um fram­tíðar­sýn varðandi regn­bogann. Hún liggur nú fyrir og til­laga um stað­setningu hefur verið sam­þykkt,“ segir í til­kynningu frá Reykja­víkur­borg.

Hópurinn átti að skila niður­stöðu í septem­ber í fyrra en ekki er tekið fram í til­kynningu af hverju á­kvörðun dróst. Niður­staða starfs­hópsins var sú að regn­boginn verður á­fram á Skóla­vörðu­stíg.

Starfshópurinn átti skila kostnaðarmettum tillögum en þær eru ekki að finna í kynningu hópsins eða fréttatilkynningu borgarinnar.

Í starfshópnum voru fulltrúar Samtakanna ‘78, Hinsegin daga í Reykjavík, borgarhönnunar Reykjavíkurborgar og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu borgarinnar.

„Það er dá­sam­legt að regn­boginn verði á­fram á sínum stað til fram­búðar enda kenni­tákn um mann­réttinda­borgina Reykja­vík þar sem öll eru vel­komin,“ segir Dóra Björt Guð­jóns­dóttir for­maður um­hverfis- og skipu­lags­ráðs, í til­kynningu.

„Þessi varði skiptir miklu máli í hugum og hjörtum okkar allra sem berjumst fyrir mann­réttindum hin­segin fólks sem hefur átt undir högg að sækja. Kenni­tákn um hin­segin­leika og hin­segin­bar­áttu á sannar­lega heima í hjarta Reykja­víkur,“ segir hún.

Niðurstöðurnar voru kynntar með glærukynningu sem var 9 glærur, þar af 5 myndasíður af Skólavörðustíg.

For­hönnun Skóla­vörðu­stígs sem kynnt var 2021 verður nú að­löguð að regn­boganum og hann festir sig þar með í sessi í götu­myndinni.

Hin­segin sam­fé­lagið verður með í ráðum svo tryggt verði að tákn­mynd réttinda­bar­áttu þess, regn­boginn, eigi á­fram veg­legan sess á þessum stað. Þetta var sam­þykkt ein­róma í um­hverfis- og skipu­lags­ráði í morgun, 7. júní.

Regn­boginn á Skóla­vörðu­stíg hefur frá því hann var málaður fyrst á götuna árið 2015 orðið að einu sterkasta kenni­leiti mið­borgarinnar og því mikils virði. Gestir og í­búar borgarinnar fara iðu­lega á þennan stað til að taka „sjálfur“.

Starfshópurinn hefur lokið sínum störfum fyrir Reykjavíkurborg.