Citibank hefur unnið málsókn eftir að starfsmaður bankans, sem var rekinn fyrir það að reyna að fá matarkostnað sinn bættan, kærði Citibank fyrir óréttmæta uppsögn.

Szabolcs Fekete, starfsmaðurinn umræddi, var í viðskiptaferð á vegum bankans í Amsterdam í júlí í fyrra. Í þeirri ferð var honum úthlutað dagpeninga að hámarki 100 evrur fyrir mat og drykk.

Starfsmaðurinn hafði haldið því fram að hann einn hafi neytt tveggja samloka, tveggja bolla af kaffi og tveggja pastarétta. Þegar hann snéri svo aftur til London lagði hann fram kvittunina til bankans til að fá kostnaðinn endurgreiddan.

Yfirmaður hans spurði hann hins vegar út í kostnaðinn og hvort hann hafi í raun og veru neytt alls þessa sjálfur. Fekete hélt því fram að kaffibollarnir hafi verið mjög litlir þar sem hann sleppti því að borða morgunmat þann dag og keypti því tvær samlokur fyrir sjálfan sig. Hann sagðist heldur ekki þurfa að réttlæta matarvenjur sínar.

Bankinn sagði hins vegar að fyrirspurn hans snérist ekki um upphæðina heldur um stefnu bankans sem kveður á um að máltíðir maka séu ekki endurgreiddar. Hann viðurkenndi síðar að hafa deilt matnum sínum með öðrum.

Fekete var sagt upp störfum en hann stefndi bankanum fyrir óréttmæta uppsögn. Dómarinn í málinu sagði hins vegar að Fekete hafi ekki verið hreinskilinn við vinnuveitanda sinn og háttsemi hans væri ekki í samræmi við stöðu sína hjá alþjóðlegri fjármálastofnun.