Starfsmenn Boeing, sem hafa verið í verkfalli í tæpar fimm vikur, höfnuðu í dag nýjasta samningi við fyrirtækið sem fól meðal annars í sér 35% launahækkun. Stéttarfélagið segir að tillagan hafi verið felld með 64% atkvæða.

Meira en 30 þúsund starfsmenn flugvélaframleiðandans fóru í verkfall 13. september sl. eftir að hafa hafnað upprunalegu tilboði Boeing.

Nokkrum klukkustundum áður en atkvæðagreiðslan hófst varaði forstjóri Boeing, Kelly Ortberg, við að fyrirtækið væri á krossgötum en samkvæmt nýjasta uppgjöri Boeing nam tap fyrirtækisins sex milljörðum dala.

„Eftir tíu ára fórnir höfum við enn jarðveg til að koma okkur af stað og við erum vongóð um að gera það með því að hefja viðræður án tafar. Það er lýðræði á þessum vinnustað og þetta er skýr sönnun þess að það að koma illa fram við starfsmenn ár eftir ár hefur afleiðingar,“ segir í tilkynningu frá stéttarfélaginu.