Bandaríski bjórframleiðandinn Anheuser-Busch, sem framleiðir meðal annars Bud Light, mun veita framlínustarfsfólki sínu fjárhagslegan stuðning í formi 500 dala bónusgreiðslu vegna áreitis sem það hefur mátt þola undanfarnar vikur.

Fyrirtækið segir að margir sendibílstjórar Bud Light hafi staðið frammi fyrir reiðu fólki undanfarið fyrir utan bari og verslanir sem hafi látið fúkyrði fljúga yfir þá.

“Ástandið hefur haft mun meiri áhrif á framlínustarfsmenn okkar frekar en aðra innan fyrirtækisins. Við þurfum að hugsa um vörubílstjórana, afgreiðslufólkið, sölufulltrúana, söluaðilana. Þetta fólk er uppistaða okkar viðskipta,” segir Michael Doukeris, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Áreitið tengist samstarfi fyrirtækisins við trans áhrifavald í síðasta mánuði þegar trans konan Dylan Mulvaney auglýsti bjórinn á Instagram síðu sinni. Bjórframleiðandinn hafði gefið henni persónulega bjórdós sem hún birti einnig mynd af á samfélagsmiðlum.

Auglýsingin vakti hörð viðbrögð meðal íhaldssinnaðra Bandaríkjamanna og ákvaðu margir hægrimenn að sniðganga vörur framleiðandans.

Samkvæmt greiningu frá Nielsen fyrirtækinu sem birt var 22. apríl sl. hafði sala á Bud Light í smásöluverslunum hrunið um 21% samanborið við árið á undan. Á sama tíma jókst sala meðal samkeppnisaðila Bud Light, Coors Light og Miller Lite, um 21%.

Bandaríski bjórframleiðandinn Anheuser-Busch, sem framleiðir meðal annars Bud Light, mun veita framlínustarfsfólki sínu fjárhagslegan stuðning í formi 500 dala bónusgreiðslu vegna áreitis sem það hefur mátt þola undanfarnar vikur.

Fyrirtækið segir að margir sendibílstjórar Bud Light hafi staðið frammi fyrir reiðu fólki undanfarið fyrir utan bari og verslanir sem hafi látið fúkyrði fljúga yfir þá.

“Ástandið hefur haft mun meiri áhrif á framlínustarfsmenn okkar frekar en aðra innan fyrirtækisins. Við þurfum að hugsa um vörubílstjórana, afgreiðslufólkið, sölufulltrúana, söluaðilana. Þetta fólk er uppistaða okkar viðskipta,” segir Michael Doukeris, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Áreitið tengist samstarfi fyrirtækisins við trans áhrifavald í síðasta mánuði þegar trans konan Dylan Mulvaney auglýsti bjórinn á Instagram síðu sinni. Bjórframleiðandinn hafði gefið henni persónulega bjórdós sem hún birti einnig mynd af á samfélagsmiðlum.

Auglýsingin vakti hörð viðbrögð meðal íhaldssinnaðra Bandaríkjamanna og ákvaðu margir hægrimenn að sniðganga vörur framleiðandans.

Samkvæmt greiningu frá Nielsen fyrirtækinu sem birt var 22. apríl sl. hafði sala á Bud Light í smásöluverslunum hrunið um 21% samanborið við árið á undan. Á sama tíma jókst sala meðal samkeppnisaðila Bud Light, Coors Light og Miller Lite, um 21%.