Nokkrir starfsmenn Disney í eru að kæra fyrirtækið eftir að þeim var sagt að flytja þvert yfir Bandaríkin vegna verkefnis sem fyrirtækið hætti síðan við. Fyrirtækið sagði rúmlega tvö þúsund starfsmönnum sínum að flytja frá Kaliforníu til Flórída.

Málið tengist fyrirhuguðu skrifstofusvæði við Lake Nona sem átti að kosta um milljarð dala og innihélt einnig heimavist fyrir starfsfólkið.

Nokkrir starfsmenn Disney í eru að kæra fyrirtækið eftir að þeim var sagt að flytja þvert yfir Bandaríkin vegna verkefnis sem fyrirtækið hætti síðan við. Fyrirtækið sagði rúmlega tvö þúsund starfsmönnum sínum að flytja frá Kaliforníu til Flórída.

Málið tengist fyrirhuguðu skrifstofusvæði við Lake Nona sem átti að kosta um milljarð dala og innihélt einnig heimavist fyrir starfsfólkið.

„Þetta fólk er virkilega svekkt yfir þessum aðstæðum,“ segir Jason Lohr, lögfræðingur starfsmannanna. Disney hefur hins vegar neitað að tjá sig um málaferlið sem leitt er af starfsmönnunum Maria de la Cruz og George Fong.

Ákvörðun fyrirtækisins að hætta við verkefnið tengdist deilum milli Disney og ríkisstjóra Flórída, Ron DeSantis. Bandaríkjamenn hafa einnig verið tregari við að flytja undanfarin misseri vegna hækkandi íbúðaverðs.