Starfs­menn Sam­keppnis­eftir­litsins hafa á grund­velli kjara­samnings BHM (þ. e. Kjara­fé­lags við­skipta- og hag­fræðinga og Stéttar­fé­lags lög­fræðinga) og Sam­eykis, fengið greidd við­bótar­laun.

Í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsin segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, að um ó­veru­legar upp­hæðir sé þó að ræða sem eru ekki tengdar úr­lausnum eða niður­stöðum rann­sókna.

Heildarupphæð viðbótarlauna starfsmanna á síðustu þremur árum nemur 11,5 milljónir króna.

„Á grund­velli greinarinnar hefur Sam­keppnis­eftir­litið við sér­stakar að­stæður greitt ein­stökum starfs­mönnum svo­kölluð við­bótar­laun. Hefur það verið gert við sér­stakar tíma­bundnar og ó­fyrir­séðar að­stæður þar sem álag á starfs­mann og fram­lag til starfs er talið vera um­fram það sem gert var ráð fyrir í um­sömdum launum,“ segir í svari Sam­keppnis­eftir­litsins við fyrir­spurn Við­skipta­blaðsins.

Mun þetta vera í sam­ræmi við reglur fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytisins um greiðslu við­bótar­launa til al­mennra starfs­manna ríkisins.

Páll Gunnar segir að starfs­menn Sam­keppnis­eftir­litsins ekki búa við hva­ta­kerfi í formi kerfis­bundinnar um­bunar.

Er tekið fram í svari eftir­litsins að við­bótar­laun séu t. d. ekki tengd mæli­kvörðum er varða úr­lausn rann­sókna, s. s. efnis­legar niður­stöður eða í­hlutanir.

„Þannig eru við­bótar­laun t. d. ekki tengd mæli­kvörðum er varða úr­lausn rann­sókna, s. s. efnis­legar niður­stöður eða í­hlutanir,“ segir Páll Gunnar.

„Ó­veru­legur hluti af launa­kostnaði eftir­litsins“

Á árunum 2020-2023 hafa við­bótar­laun starfs­manna Sam­keppnis­eftir­litsins numið á bilinu 50.000 – 360.000 kr. á ári pr. starfs­mann. „í þeim sér­stöku til­vikum sem þau hafa verið greidd.“

Nema við­bótar­laun sam­kvæmt framan­greindum á­kvæðum saman­lagt 11,5 milljónum króna á þessu tíma­bili.

„Er það ó­veru­legur hluti af launa­kostnaði eftir­litsins,“ segir í svari Sam­keppnis­eftir­litsins.

Mikil um­ræða hefur skapast um við­bótar­laun ríkis­starfs­manna eftir að greint var frá því að starfs­menn Skattsins hafi fengið um 260 milljónir í bónus­greiðslur á síðast­liðnum fjórum árum.

Ó­líkt því sem Sam­keppnis­eftir­litið tekur fram hefur verið greint frá inn­byggðu hva­ta­kerfi hjá Skattinum þar sem sett hafa verið mark­mið um endur­á­lagningu sem eftir­lits­stofnunin hefur ætlað sér að ná

Starfs­mönnum Skattsins stendur til boða að fá greidd sér­stök við­bótar­laun eða bónus­greiðslur ef þeir skila sér­stöku eða fram­úr­skarandi vinnu­fram­lagi í þágu em­bættisins.