Kjaraviðræður milli bandarísku hraðsendingarþjónustunnar UPS og starfsmanna þeirra hafa slitnað og eru nú allar líkur á verkfalli meðal starfsmanna fyrirtækisins. Þetta myndi vera fyrsta verkfall hjá UPS í meira en aldarfjórðung.
Viðræður hafa staðið yfir í marga mánuði en starfsmenn krefjast hærri laun og bættar vinnuaðstæður. Þeir benda meðal annars á aukið vinnuálag sem kom í kjölfar heimsfaraldurs þegar mikill erill var á hraðsendingarþjónustum.
Allsherjarverkfall gæti hafti mikil áhrif í för með sér en UPS afhendir meira en 20 milljónir pakka á dag í meira en 220 löndum um allan heim. Árið 2020 var meðal annars áætlað að verðmæti allra þeirra vara sem UPS meðhöndlaði samsvaraði 6% af öllu bandarísku hagkerfinu.
„Þetta fyrirtæki er metið upp á fleiri milljarða dali og það á meira en nóg til að gefa bandaríska starfsfólki sínu"
UPS er með fleiri verkalýðsstarfsmenn en nokkuð annað fyrirtæki í Bandaríkjunum, eða um 340.000.
Fyrir rúmri viku var útlit fyrir að viðræður væru á góðri leið en báðar hliðar höfðu samið um bættar vinnuaðstæður, svo sem uppsetningu á loftkælingu í sendibíla og breytt launaþrep fyrir hlutastarfsmenn. Launahækkanir halda hins vegar áfram að vera mikið ádeiluefni.
Eftir síðustu viðræður kusu starfsmenn UPS að fara í verkfall og að öllu óbreyttu mun það hefjast 31. júlí nk. þegar núverandi samningur þeirra rennur út.
„Þetta fyrirtæki er metið upp á fleiri milljarða dali og það á meira en nóg til að gefa bandaríska starfsfólki sínu, en þeir bara vilja það ekki. UPS var með valkost og þeir hafa greinilega valið að fara vitlausa leið,“ segir verkalýðsforinginn Sean O‘Brien.