Hugbúnaðarfyrirtækið Annata skilaði 4,3 milljóna dala hagnaði á síðasta ári, eða sem nemur tæpum 600 milljónum króna miðað við gengi Bandaríkjadals í lok árs 2024.

Tekjur samstæðu Annata jukust lítillega og námu 47 milljónum dala á árinu, sem nemur 6,5 milljörðum króna.

Í skýrslu stjórnar kemur fram að starfsfólki Annata fjölgaði um 35% milli ára og hefur fjölgað um 82% á tveimur árum.

Stjórn félagsins hefur lagt til að greiddur verði arður allt að sex milljónum dala á árinu 2025 til hluthafa, um 775 milljónir miðað við gengi dollar í dag.

Lykiltölur / Annata

2024 2023
Tekjur 6.467 6.333
Eigið fé 5.443 5.046
Eignir 3.078 2.838
Afkoma 597 878
- í milljónum króna