Sir Keir Star­mer, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, lofaði fjár­festum í morgun að hann vildi milda vald breska sam­keppnis­eftir­litsins til að „eyða öllu skrif­finnsku“ og greiða leið er­lends fjár­magns til Bret­lands.

Star­mer hélt tölu á sam­komu al­þjóð­legra fjár­festa í Lundúnum í dag en hann lofaði að koma á pólitískum stöðug­leika í Bret­landi hvað varðar skatta- og efna­hags­stefnu landsins til að greiða leið fyrir því fjár­magn leiti til landsins.

Sir Keir Star­mer, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, lofaði fjár­festum í morgun að hann vildi milda vald breska sam­keppnis­eftir­litsins til að „eyða öllu skrif­finnsku“ og greiða leið er­lends fjár­magns til Bret­lands.

Star­mer hélt tölu á sam­komu al­þjóð­legra fjár­festa í Lundúnum í dag en hann lofaði að koma á pólitískum stöðug­leika í Bret­landi hvað varðar skatta- og efna­hags­stefnu landsins til að greiða leið fyrir því fjár­magn leiti til landsins.

„Við munum eyða allri skriffinsku sem stendur í vegi fjár­festinga og munum tryggja það að allir eftir­lits­aðilar í landinu taki hag­vöxt landsins jafn al­var­lega og þeir sem hér sitja,“ sagði Star­mer í Guild­hall í Lundúnum í morgun en Financial Times greinir frá.

Hann sagði Verka­manna­flokkinn í kjör­stöðu til að nota um­boð sitt frá kjós­endum til að ná festu í þessum málum svo fjár­festar gætu með auð­veldum hætti metið á­vöxtun sína af því að fjár­festa í Bret­landi.

Á fundinum greindi Star­mer frá því að er­lendir aðilar hafi lofað því að fjár­festa í verk­efnum í Bret­landi fyrir um 50 milljarða punda.

Þar af fara 24 milljarðar í græn fjár­festinga­verk­efni og um 20 milljarðar koma frá Macqu­ari­e group í Ástralíu sem hyggst byggja net hleðslu­stöðva fyrir raf­bíla sem og ráðast í vind­myllu­verk­efni við strendur Bret­lands­eyja.

Breska SKE að hægja á viðskiptum

Breska sam­keppnis­eftir­litið hefur verið harð­lega gagn­rýnt fyrir að stöðva eða hægja á öllum tegundum fjár­festinga sem hefur rýrt orð­spor Bret­lands sem á­lít­legum fjár­festinga­kosti.

Breska ríkis­stjórnin hefur fengið á sig óorð fyrir að vera „á móti tækni­fyrir­tækjum“ í kjöl­farið.

For­stjóri Acti­vision sagði meðal annars að „lokað væri fyrir við­skipti“ í Bret­landi eftir að yfir­töku­til­boð Micros­oft í fé­lagið var stöðvað af þar­lendum eftir­lits­aðilum.

Star­mer mun á næstu dögum gefa út ítar­legri út­listun á þeirri stefnu­breytingu sem ríkis­stjórnin vilji sjá hjá sam­keppnis­eftir­litinu.